Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka var haldið síðastliðin föstudag í Ægisgarði. Þar áttu meistaraflokkar Hauka ásamt stjórn og sjálfboðaliðum góða kvöldstund saman.
Eins og venjan er velur stuðningsmannahópur Hauka, Haukar í horni, sína bestu leikmenn á tímabilinu en þar voru það Daníel Þór Ingason og Maria Ines sem voru valin. Auk þess völdu þjálfara meistaraflokksliða Hauka þá leikmenn sem þóttu skara framúr í vetur en hjá meistaraflokki kvenna var Elín Jóna Þorsteinsdóttir valin best, Ragnheiður Sveinsdóttir mikilvægust og Berta Rut Harðardóttir efnilegust. Hjá meistaraflokki karla var Björgvin Páll Gústavsson valinn bestur, Atli Már Báruson mikilvægastur og Andri Scheving efnilegastur. Síðan var Andri Scheving valin bestur, Jason Guðnason mikilvægastur og Hjörtur Ingi Halldórsson efnilegastur hjá U-liðinu. Að lokum var þeim Björgvin Páll og Elín Jóna afhentur þakklætisvottur fyrir tíma sinn hjá félaginu en þau eru bæði að fara út til Danmerkur nú í sumar.
Haukar óska verðlaunahöfum til hamingju ásamt því að þakka leikmönnum, sjálfboðaliðum og öðru stuðningsfólki Hauka fyrir veturinn. Áfram Haukar!