Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta hafa samið við Lele Hardy um að leika með liðinu næsta vetur. Lele er vel kunnug Haukum en hún lék með liðinu tímabilin 2013-2014 og 2014-2015. Lele mun að auki vera aðstoðarþjálfari Ólafar Helgu Pálsdóttur, þjálfara Hauka.
Lele er án vafa ein allra besta körfuboltakona sem leikið hefur á Íslandi en undanfarið hefur Lele leikið með liði Tapiolan Honka í Finnlandi sem endaði til að mynda í öðru sæti í finnsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Lele lék lykilhlutverk með þeim og var framlagshæst með liðinu á síðasta tímabili.
Haukar bjóða Lele velkomna aftur á Ásvelli.