Í dag, þriðjudag, hefst Hafnarfjarðarmótið í handbolta karla en mótið er eitt helsta æfingarmótið á hverju hausti. Mótið í ár er haldið í ár til heiðurs 150 ára fæðingarafmælis Sr. Friðriks. Þess vegna verður mótið spilað í Schenkerhöllinni og veður það spilað þriðjudag, fimmtudag og laugardag og eru þáttakendur mótsins í ár Haukar, FH, Selfoss og Valur.
Mótið í ár er því einkar sterkt en þetta eru öll lið sem voru í topp 5 á síðustu leiktíð. Leikjaplan mótsins í ár er þannig: Þriðjudagurinn 21. ágúst kl. 18:00 Haukar – Valur og kl. 20:00 FH – Selfoss. Fimmtudagurinn 23. ágúst kl. 18:00 FH – Valur og kl. 20:00 Haukar – Selfoss. Laugardagurinn 25. ágúst kl. 14:00 Selfoss – Valur og kl. 16:00 Haukar – FH.
Frítt er inn á mótið og verða allir leikir mótsins sýndir beint á Haukar TV. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk og aðra handknattleiks unnendur að fjölmenna og sjá liðin kljást í lokaundirbúningi sínum fyrir komandi tímabil.