Meistaraflokkur karla í handbolta stóð uppi sem sigurvegari Hafnarfjarðarmótsins 2018 eftir 3 sigra af 3 mörgulegum en á þriðjudag og fimmtudag unnu þeir Val og Selfoss með sömu markatölu 35 – 31. Nú í dag var komið að rimmu Hafnarfjarðarliðanna þegar að Haukar og FH mættust. Þeim leik lauk líka með sigri Hauka í þetta skiptið 33 – 28.
Markahæstur Hauka í mótinu var Heimir Óli með 21 mark í 3 leikjum en á eftir honum komu Atli Már með 18 og Daníel Þór með 17 mörk. Eftir mótið voru þeir sem þóttu skara framúr verðlaunaðir en Magnús Óli Magnússon úr Val var markahæsti maður mótsins með 23 mörk úr leikjunum 3. Ásbjörn Friðriksson úr FH var valinn besti sóknarmaður mótsins og Daníel Þór Ingason úr Haukum var valinn besti varnarmaðurinn. Það var síðan Heimir Óli Heimisson úr Haukum sem var valinn besti leikmaður mótsins.
Þetta er annað undirbúningsmótið sem strákarnir vinna en þeir unnu Ragnarsmótið líka á dögunum það verður því gaman að fylgjast með stráknum á komandi tímabili en tímabilið hjá þeim hefst 12. september í Schenkerhöllinni þegar að FH kemur í heimsókn.