Mfl. karla í Dominos deildinni mun spila sinn fyrsta heimaleik á þessu tímabili í kvöld, föstudaginn 12. október, og hefst leikurinn kl. 18:30 í Schenkerhöllinni.
Haukar unnu sinn fyrsta leik á útivelli í síðustu viku er þeir sóttu lið Vals heim í Origo höllina. Liðið spilaði nokkuð vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem varnarleikurinn var mjög góður og menn voru að vinna saman og leggja sig fram.
ÍR spilaði á moti Stjörnunni á útivelli í síðasta leik sínum og töpuðu þeir þeim leik i hörku leik og spiluðu vel og má því búast við hörku leik á milli þessarar liða.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem þessum liðum er spáð á svipuðum stað og í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta snemma, fá sér hamborgara fyrir leik og taka þátt í fjörinu.
Áfram Haukar