Eins og flestir Haukamenn vita þá hittast margir Haukarar á laugardagsmorgnum til að fá sér kaffibolla, tippa og spjalla. Starfið hefur gengið vel í mörg ár og undanfarin ár hefur hópur tippara tekið sig saman og gert sameiginlega „hússeðil“. Í annað sinn á 2 árum náðust 13 réttir. Síðast unnust 1,5 milljón en nú um helgina unnust ca. kr 730 þús. Ekki aðeins hafa Hauktipparar grætt smá aur í gegnum starfið heldur eru getraunir mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. Öllum er opið að taka þátt í getraunaleik félagsins sem og ef menn vilja taka þátt í hússeðlinum. Getraunir eru á annarri hæð húsins og opið er frá 10:00 – 12:30 alla laugardaga. Hlökkum til að taka á móti nýjum Haukatippurum – allir velkomnir.
Stjórn Haukagetrauna