Sannkallaður stórleikur verður á Ásvöllum fimmtudaginn 7. mars er Grindvíkingar mæta í heimsókn á Ásvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og gæti skorið úr um hvort liðið kemst í úrslitakeppnina en liðin eru jöfn að stigum í 7-9 sæti ásamt ÍR með 8 sigra og 11 töp er einungis 3 umferðir eru eftir. Þessi þrjú lið eru að berjast um tvö laus sæti í úrslitkeppninni.
Haukar töpuðu í Grindavík með 9 stigum fyrir áramót og spiluðu þá án erlends leikmanns. Ljóst er að Haukaliðið þarf að eiga toppleik á móti sterkum Grindvíkingum og því þarf stuðning áhorfenda. Til mikils er að vinna en sigur í þessum leik ætti að fleita liðinu langleiðina í úrslitakeppninni þó svo að til að verða öruggir þarf sjálfsagt tvo sigra úr síðustu þrem umferðunum.
Haukar hafa verið sterkir á heimavelli, unnið 6 og tapað 3. Á árinu hafa unnist 3 og einn tapast og hafa sigurleikir verið á móti gríðarlega sterkum andstæðingum.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna á Ásvelli og styðja strákana í þessum mikilvæga leik.