Síðasta umferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og verður það jafnframt síðasti leikur Hauka á þessu tímabilinu.
Bikarmeistarar Stjörnunna mæta á Ásvelli og geta þeir tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Haukarnir eru staðráðnir í því að sýna sitt rétta andlit og mæta ákveðnir til leiks og ætla að leggja allt í sölurnar í þessum síðasta heimaleik tímabilsins.
Síðustu þrír leikir liðsins hafa tapast og hefur liðið ekki náð að spila alveg nógu vel. Ljóst að meiðsli lykilmanna er búið að höggva stór skörð í liðið. Haukur Óskars búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér og ljóst að hann nær ekki leiknum í kvöld, Kristinn Marinósson búinn að vera frá frá þvi um áramót með heilahristing og sömuleiðis hefur Kristján Leifur verið mikið frá en hefur komið aftur inn eftir höfuðmeiðsli en ljóst að hann þarf tíma eftir að hafa verið frá um fjóra mánuði í vetur.
Minni spámenn hafa fengið reynslu í vetur og ljóst að þeir þurfa að stíga upp í kvöld til að ná í góð úrslit.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á þennan síðasta leik tímabilsins og hvetja hið unga lið Hauka áfram í baráttunni.
Áfram Haukar