Breyting hefur orðið á leiktíma á næsta leik meistaraflokks karla í Olís deildinni en Haukastrákarnir halda þá austur á Selfoss. Leikurinn átti upphaflega að fara fram næstkomandi mánudag þann 25. mars en verður leikinn sunnudaginn 24. mars kl. 19:30 í Hleðsluhöllinni. Um er að ræða toppslag í Olísdeild karla þar sem að toppsætið er í húfi en einu stigi munar á liðunum þar sem að Haukar eru í toppsætinu með 29 stig úr 18 leikjum á meðan Selfoss er stigi á eftir. Næst á eftir þeim eru Valur og FH með 25 stig þannig að það er til mikils að vinna fyrir sigurvegarann. Haukafólk verður því að bóka það hjá sér að það er um að gera að taka sunnudagsbíltúrinn næsta sunnudag á Selfoss og sjá topp handbolta kl. 19:30 í Hleðsluhöllinni. Fjölmennum í rauðu og áfram Haukar!