Síðasta umferð í Dominos deild kvenna fer fram á þriðjudaginn 26. mars og þá fá Haukastúlkur lið Skallagríms í heimsókn.
Liðin sigla lignan sjá í deildinni, komast hvorugt í úrslitakeppni og falla ekki. Haukar sitja í 6 sæti með 8 sigurleiki og 19 tapleiki en Skallagrímur er sæti neðar, í því 7 með 6 sigurleiki og 21 tapleik.
Haukar sigruðu í síðasta leik þessara liða og spiluðu þá mjög vel. Í síðasta leik, á móti Snæfelli á laugardaginn tapaði liðið með 2 stigum eftir að hafa leitt allan leikinn og spilað gríðarlega vel. Snæfell skoraði 3ja stiga körfu er leiktíminn rann út og var þar að verki „Haukastelpan“ Gunnhildur Gunnarsdóttir en hún hefur verið okkur erfiður mótherji í vetur og unnið nokkra leiki fyrir Snæfell í vetur á móti sínu gamla liði.
Við hvetjum Haukafólk til að mæta og hvetja stelpurnar í þessum síðasta leik vetrarins. Þetta er ungt lið og hefur tekið stórstigum framförum í vetur og stuðningin skilið.
Áfram Haukar