Meistaraflokkur karla tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Olísdeild karla með því að gera jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum 27 – 27. Með þessu jafntefli eru Haukar með 34 stig með 2 stiga forskot á Selfoss þegar að 1 leikur er eftir af deildarkeppninni. Selfoss getur bara náð Haukum að stigum en þar sem að Haukar eru betur staddir í innbyrgðis viðureignunum við Selfoss geta þeir ekki komist upp fyrir Hauka. Haukar taka því á móti deildarmeistaratitlinum næsta laugardag þegar að Valur kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:00. Það er því algjör skyldumæting fyrir Haukafólk á þann leik til að sjá Hauka taka á móti titlinum. Áfram Haukar!