Það verður sannkallaður handboltadagur í dag, laugardag, hjá meistaraflokkum Hauka. Meistaraflokkur kvenna byrjar fjörið þegar að þær leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni þegar að þær halda í Origo-höllina á Hlíðarenda og spila þar við Val kl. 14:00.
Það verður mikið um að vera hjá Haukafólkinn því að í Schenkerhöllinni verður svo sannkölluð gullhátíð í dag, laugardag, þegar að Valur heimsækir Hauka í síðustu umferð Olís deildar karla kl. 19:00. Haukar eru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og fá hann afhentann eftir leik.
Dagskráin í Schenkerhöllinni hefst klukkan 17:00 með spinning keppninni ”Tour de Haukar” þar sem lið safna áheitum fyrir íþróttastarf Hauka með þvi að hjóla í 60 mínútur. Einnig verða boltaþrautir og skothraðamæling fyrir yngri kynslóðina. Stórleikur Hauka og Vals hefst kl. 19:00 og eftir leikinn fer svo deildarmeistaratitilinn á loft.
Kveikt verður í grillinu og hamborgarar seldir á góðu verði. Nýr keppnisbúningur og félagsgalli fyrir næsta tímabil verður til sýnis í andyrinu á Ásvöllum.
Fjölmennum í rauðu og fögnum titlinum saman. Áfram Haukar!