Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni þegar að þær fá Val í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 20:00. Þetta er 2. leikur liðanna í einvíginu en Valskonur unnu fyrsta leik liðinna á laugardaginn 24 – 19 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12 – 6. Í þeim leik var Berta Rut markahæst Haukakvenna með 6 mörk og á eftir henni komu Karen Helga og Vilborg með 4 mörk hvor.
Það má búast við hörkuleik þar sem að Haukastelpur hafa tækifæri á að jafna einvígið en með tapi eru þær komnar með bakið upp að vegg. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina kl. 20:00 í kvöld í rauðu til að styðja stelpurnar áfram. Áfram Haukar!