Sexan sigraði Árgangamót Hauka sem haldið á Ásvöllum í gær. Mótið var mjög vel heppnað þó svo að það hafi verið fámennara en oft áður og margir hörku leikir. Stutt hlé var gert á mótinu þar sem leikmenn meistaraflokks karla og kvenna voru kynntir en þjálfarar sáu um það af stakri prýði.
En það er óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá knattspyrnudeildinni í allan gærdag en leikmenn meistaraflokks karla og KÁ tóku til hendinni í kringum knattspyrnuvöllinn, voru að hringja út og selja ársmiða sem gekk mjög vel og buðu upp á bílaþvott sem margir nýttu sér. Vel gert drengir!
Stjórn knattspyrnudeildar og aðrir sjálfboðaliðar voru að sjálfsögðu á Ásvöllum og þakkar stjórnin öllum fyrir daginn.
Stjórn knattspyrnudeildar hvetur þá sem vilja taka þátt í sjálboðaliðastarfinu í sumar í kringum heimaleiki meistaraflokkana að mæta á fund á þriðjudaginn klukkan 17.30 í Engidal á Ásvöllum. Fundurinn verður aðeins að hámarki í 25. mínútur þar sem einhverjir vilja eflaust fara á leik Hauka og ÍBV í handboltanum sem hefst klukkan 18.00.
Áfram Haukar!