Körfuknattleiksdeild Hauka og Israel Martin hafa komist að samkomulagi að Israel þjálfi liðið næstu þrjú árin. Israel þarf vart að kynna en hann hefur þjálfað lið Tindastóls undanfarin ár við góðan orðstýr. Náði lið Tindastóls, undir hans stjórn, að fara í lokaúrslit Íslandsmótsins sem og að verða bikarmeistari árið 2018. Kkd. Hauka fagna komu Israels og binda vonir um að hann muni áfram halda þá braut sem forveri hans, Ívar Ásgrímsson, var á, að halda Haukum í fremstu röð í íslenskum körfubolta.
Aðspurður sagðist Israel vera mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá eins stóru og flottu félagi og Haukar eru. Hann sé þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið er að gefa honum og er mjög spenntur fyrir næsta vetri. Hann segir að fjölskyldan njóti þess að búa á Íslandi og vilji hvergi annarsstaðar vera.
Bragi Magnússon, formaður kkd. Hauka, sagðist vera himnilifandi með að Haukar hafi ráðið til sín vel metinn og reynslu mikinn þjálfara sem Israel Martin er. Hann segir það lýsa þeim metnaði sem Haukar ætla að halda áfram að leggja í starfið og hlakkar mikið til samstarfsins við Israel og áframhaldandi uppbyggingar til næstu ára.
Stefán Þór Borgþórsson verður framkvæmdastjóri deildarinnar.
Þá kemur Stefán Þór Borgþórsson til starfa hjá deildinni sem framkvæmdastjóri og mun sinna daglegum rekstri deildarinnar. Stefán þekkir umhverfið á Ásvöllum vel enda uppalinn Haukamaður. Hann hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu og sat í stjórn kkd. Hauka frá 2002 þar til hann hóf að starfa hjá Körfuknattleikssambandinu árið 2008. Stjórn kkd.
Vilhjálmur áfram
Vilhjálmur Steinarsson verður áfram í þjálfarateymi Hauka og mun fyrst og fremst sjá um styrktarþjálfun liðsins. Vilhjálmur er einn fremsti styrktarþjálfari landsins þegar kemur að körfuknattleik og hefur gert frábæra hluti með Haukaliðið. Þá er Vilhjálmur einnig í styrktarþjálfarateymi A landsliðs karla fyrir komandi verkefni hjá þeim.
Stjórn kkd. Hauka býður þessa herramenn velkomna til starfa og spent fyrir komandi vetri.