Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Ólaf Ægi Ólafsson. Ólafur Ægir kemur til liðs við Hauka frá svissneska liðinu Lakers Stäfa þar sem hann lék í eitt tímabil. Liðið lenti í 2. sæti næst efstu deild á nýliðnu tímabili en Ólafur Ægir gerði 100 mörk í 25 leikjum með liðinu á tímabilinu.
Ólafur Ægir sem gerir 3 ára samning við Hauka er 23 ár hægri skytta uppalinn í Gróttu en skipti yfir í Fram árið 2014 þar sem hann lék í 2 tímabil í efstu deild. Þaðan lá leiðin til Vals þar sem hann var í lykilhlutverki þegar að liðið varð Íslandsmeistari vorið 2017 en síðasta sumar flutti hann síðan til Sviss til að leika með Lakers Stäfa.
Haukar bjóða Ólaf velkominn í Haukafjölskylduna og hlakka til að sjá hann í Haukabúningnum á gólfinu eftir sumarið.