Lokahóf HSÍ fór fram fyrr í dag í Laugardalshöll þegar þeir leikmenn í efstu tveimur deildum karla og kvenna sem þóttu skara fram úr á tímbilinu voru heiðraðir. Haukar fegnu þrenn verðlaun en öll voru þau karlamegin. Gunnar Magnússon þjálfari meistarflokks karla var valinn þjálfari ársins og Daníel Þór Ingason var valinn besti varnarmaður tímabilsins í Olísdeild karla. Andri Sigmarsson Scheving annar markmaður meistaraflokks karla var svo valinn markmaður tímabilsins í Grill 66 deild karla fyrir frammistöðu sína með U-liði Hauka en þetta er annað árið í röð sem Andri hlýtur þessi verðlaun.