Erla Sól Vigfúsdóttir, leikmaður 3. flokks og meistaraflokks kvenna, tekur þessa dagana þátt í undankeppni EM 2020 en leikið er í Hvíta Rússlandi.
Liðið hefur nú þegar sigrað Hvíta Rússland 10-1 og Möltu 1-0 en Erla kom inn á í þeim leik á 71. mínútu.
Þá hefur Sæunn Björnsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, verið valin í 24 manna æfingahóp U19 landsliðs kvenna fyrir undankeppni EM sem fram fer á Íslandi í byrjun október. Leikið verður gegn Grikklandi 2. október, Kasakstan 5. október og Spáni 8. október.
Tuttugu leikmanna hópur sem tekur þátt í leikjunum 2. -8. október verður tilkynntur föstudaginn 27. september.
Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson, leikmenn í 3. flokki karla, hafa svo verið valdir á afreksæfingar KSÍ sem verða á Suðvesturlandi miðvikudaginn 25. september.
Æfingin er fyrir drengi fædda árið 2004 en þetta er fyrsta æfingin í verkefninu ,,Þjálfum saman“ á Suðvesturhorninu.
Knattspyrnudeild Hauka er að sjálfsögðu afar stolt af þessum leikmönnum og óskar þeim góðs gengis.
Áfram Haukar!