Viktoría Diljá skrifar undir samning við knattspyrnudeildina

Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður 3.flokks kvenna, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.

Viktoría Diljá, sem fædd er árið 2004, hefur fengið sín fyrstu tækifæri með meistaraflokki í sumar og hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deildinni.

Hún er einn af lyki leikmönnum í afar efnilegu liði 3.flokks sem er m.a. komið í fjögurra liða úrslit í Íslandsmóti og er komið í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ.

Viktoría hefur leikið með bæði U15 ára og U16 ára landsliðum Íslands á árinu og tók fyrir skemmstu þátt í fjögurra landa æfingamóti í Víetnam sem Ísland gerði sér lítið fyrir og sigraði. Þar bar hún fyrirliðabandið í einum leiknum. Viktoría leikur oftast í stöðu bakvarðar en getur leyst flestar leikstöður.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Viktoríu til hamingju með samninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við þennan efnilega leikmann.

 

Helga Helgadóttir, yfirþjálfari og annar þjálfari 3. flokks kvenna, og Viktoría Diljá við undirskrift samningsins.