Tara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið 101 leik fyrir meistaraflokk kvenna hjá Haukum en hún náði þeim áfanga gegn ÍR í lokaleik liðsins í Inkasso deildinni þetta tímabilið.
Tara lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka árið 2012 og hefur skorað sex mörk en það eftirminnilegasta kom einmitt í sumar þegar hún átti eitt glæsilegasta mark sumarsins í Evrópu í 1-0 sigri gegn Tindastóli á Sauðárkróki.
Fyrir leikinn gegn ÍR afhenti Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar Haukar, Töru blómvönd í tilefni áfangans og svo var hún heiðruð með viðurkenningarskildi á lokahófi félagsins sl. laugardagskvöld en frétt um það birtist fljótlega.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka óskar Töru innilega til hamingju en hún er svo sannarlega mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur í Haukum sem endurspeglast m.a. í viðtali við Töru á Fótbolti.net, sjá á http://bit.ly/2mswvvD