Það verður mikið um að vera um helgina hjá nokkrum Haukastrákum en þá fara fram landsliðsæfingar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. Öll yngri landslið Íslands karlamegin æfa um komandi helgi og í U-18 ára landsliðinu eru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Magnús Gunnar Karlsson. Í U-16 ára landsliðinu eru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson, Elías Óli Hilmarsson, Gísli Rúnar Jóhannsson og Össur Haraldsson. Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.
Um síðustu helgi fór svo fram Hæfileikamótun HSÍ en þá æfa krakkar fædd árið 2006. Á stelpuæfingunum voru þær Ester Amíra Ægisdóttir, Sif Hallgrímsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir en hjá strákunum voru þeir Arnór Máni Kristinsson, Gunnar Andri Elvarsson og Trausti Jóhannsson. Þetta er annað verkefnið hjá þessum krökkum og því mikið spennandi fyrir krakkana að taka þátt á þessum æfingum.
Þá má því með sanni segja að framtíðin sé björt á Ásvöllum. Áfram Haukar!