Knattspyrnudeild Hauka hefur endurnýjað samning við Ísak Jónsson og þá hefur Kristófer Jónsson gert sinn fyrsta samning við félagið.
Þeir Ísak og Kristófer eru bræður en Ísak á að baki 43 leiki með meistaraflokki karla, í bæði deild og bikar, og hefur skorað fjögur mörk. Ísak sem er tvítugur að aldri spilar jafnan sem miðjumaður en hann er alinn upp í Haukum.
Kristófer er 16 ára gamall og hefur hann spilað tvo leiki með meistaraflokki Hauka. Þá á hann að baki sex leiki með U16 ára landsliði Íslands og hefur skorað eitt mark. Kristófer lék einnig fjóra leiki með U15 ára landsliðinu.
Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningum við þá Ísak og Kristófer og bindur miklar vonir við þá á komandi árum.