Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hinn mikli veðurhamur sem gengið hefur yfir landið undanfarinn sólarhring. Oft er hér á Ásvöllum vindasamt og engin undantekning var á því nú í morgunsárið. Við erum hins vegar ánægð með að tjón á munum og mannvirkjum er ekki sjáanlegt utan þess að einn kúpull fauk af ljóskastara á einu mastri við fótboltavöll og þá lagðist bráðabirgðagirðing við körfuknattleikshús á hliðina. Við höfum því sloppið vel í þetta sinn.
Nú liggur allt skólahald niðri og því fer engin íþróttakennsla fram hér í dag. Varðandi æfingar verður það skoðað eftir því sem veðrið gengur niður, væntanlega síðdegis.
Áfram Haukar.