Knattspyrnufélagið Haukar hefur náð samningi við Val Reykjalín um að spila fyrir félagið næstu tvö árin.
Valur Reykjalín er fæddur árið 1999 og kemur frá KF þar sem hann er uppalinn. Hann á 58 leiki í mfl., þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 16 ára gamall en Valur spilar bæði sem hægri og vinstri kanntur.
Árið 2018 fór Valur í Val og spilaði með þeim alla undirbúningsleiki og stóð sig mjög vel en lendir í að meiðast og spilar ekkert með Val það sumar. Skiptir aftur yfir í KF sumarið 2019 og spilar alla 22 leikina fyrir KF og skoraði tvö mörk.
KF unnu sig uppí 2 deild og eru með Haukum í deild, en þá mun hann spila gegn sínu uppaldarfélagi þann 6. júní næstkomandi.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Val og bindur miklar vonir við hann á komandi tímabili og bjóðum hann velkominn á Ásvelli.
Áfram Haukar