Kæra Haukafólk.
Heilbrigðisráðuneytið hefur, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, tekið saman leiðbeinandi viðmið um takmörkun á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Mælast ráðuneytin til þess ,,að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur”. Jafnframt segir þar að um íþrótta- og æskulýðsstarf ungmenna á framhaldsskólastigi gildi sama regla og um framhaldsskóla, ,,þ.e. að það fer ekki fram nema með fjarkennslu ef unnt er”. Í ljósi þessa munu engar æfingar hjá yngri flokkum Hauka fara fram á Ásvöllum þar til takmörkunum á skólahaldi verður aflétt eða fyrirmæli koma um annað. Þjálfarar hjá Haukum munu leggja sig alla fram við að leggja fyrir heimaæfingar og halda iðkendum sínum sem best við efnið.
Hér má sjá leiðbeiningarnar í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/20/Leidbeinandi-vidmid-um-ithrotta-og-aeskulydsstarf-i-ljosi-takmorkunar-a-skolastarfi-og-samkomum/