Kæra Haukafólk!
Íþróttamiðstöðin á Ásvöllum lokar tímabundið.
Vísað er hér í neðangreind tilmæli sóttvarnalæknis:
„Sóttvarnalæknir beinir því til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur verið varðandi börn og ungmenni,
að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ (Birt á facebooksíðu Almannavarna.)
„Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.
Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.
Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögin haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum“.
Áfram Haukar.