Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næasta tímabili en þær Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir hafa gengið til liðs við félagið frá Fjölni. Báðar gera þær tveggja ára samning við félagið.
Guðrún Jenný er 23 ára línumaður sem er uppalin í Fram en hefur undanfarin ár verið lykilmaður í liði Fjölnis en á liðnu tímabili var hún markahæðsti leikmaður liðsins.
Karen Birna er 22 ára markmaður sem hefur verið aðalmarkvörður Fjölnis undanfarin ár með góðum árangri.
Haukar bjóða Guðrúnu og Karen velkomnar á Ásvelli og hlakka til að sjá þær á parketinu næsta haust.