Sigurjón Már Markússon, Óskar Sigþórsson og Oliver Helgi Gíslason hafa allir framlengt samninga sína við knattspyrnufélagið Hauka.
Sigurjón Már er 22 ára varnarmaður og kom til Hauka miðju sumri 2019. Hann á 26 leiki fyrir félagið og hefur skorað 2 mörk. Sigurjón Már kemur úr Grafarvoginum og er uppalinn í Fjölni. Sigurjón Már gerði tveggja ára saming við félagið.
Óskar Sigþórsson er einnig 22 ára markmaður og hefur spilað með Haukum síðan 2017. Hann á 37 leiki fyrir félagið og ætlar að bæta í þann leikjafjölda enn frekar. Óskar gerði tveggja ára samning við félagið.
Oliver Helgi Gíslason er 21 árs sóknarmaður og hefur spilað með Haukum frá árinu 2018, með einu stuttu stoppi hjá Þrótti í Vogum árið 2019. Oliver Helgi á 34 leiki með Haukum og hefur skorað 6 mörk. Oliver er fjölhæfur leikmaður og getur spilað margar stöður á vellinum. Oliver Helgi gerði eins árs samning við Hauka.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningum við Sigurjón, Óskar og Oliver Helga og bindum miklar vonir við þá á komandi tímabili.
Áfram Haukar