Vienna Behnke hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni sumarið 2021.
Vienna var einn mikilvægasti leikmaður Hauka á síðsta tímabli en hún spilaði 17 lei ki í Lengjudeildinni og gerði 11 mörk og var valin í lið ársins.
Hún lék 12 leiki með Haukum sumarið 2019 og skoraði hún níu mörk en hún spilaði einnig með Haukum í Pepsí deildinni sumarið 2017. Þá spilaði hún fyrir Chicago Red Stars Reserve árið 2016 í Women’s Premier Soccer League.
Auk þess að vera frábær leikmaður þá hefur Vienna smellpassað inn í Haukafjölskylduna og fagnar stjórn knattspyrnudeildar nýjum samningi við hana.