Elín Klara Þorkelsdóttir hefur samið við handknttleiksdeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna þegar að mótið hefst að nýju. Elín Klara er 16 ára uppalin Haukastúlka og kemur hún úr sigursælum 2004 árgang sem hefur raðað inn tittlum síðustu ár.
Elín Klara mun bætast í hóp ungra og efnilegra leikmanna sem eru samningsbundnir félaginu. Elín Klara sem er miðjumaður mun án efa styrkja hóp meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í Olísdeildinni.