Berglind Þrastardóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka til næstu þriggja ára.
Berglind, sem er fædd árið 2004 og er því á sautjánda ári, tók þátt í alls 14 leikjum í deild og bikar á síðasta tímabili og í einum leik tímabilið 2019.
Berglind er leikmaður sem spilar jafnan sem vinstri kantur sem hennar hraði og leikni með boltann nýtur sín en hún getur þú einnig leyst stöðu bakvarðar.
Hún á að baki þrjá leiki með U15 ára landsliði Íslands en hún var á dögunum valin til að taka þátt í U16 landsliðsæfingum sem er mikil viðurkenning.
Stjórn knattspyrnudeildar fagnar innilega nýjum samningi við Berglindi.