Skráningar á næstu námskeið Hugaríþróttadeildarinnar standa nú yfir. Námskeiðin hefjast mánudaginn 22. mars, það eru þrjú námskeið í boði og aðeins 10 pláss á hverju námskeiði.
Áhersla er lögð á Fortnite, Rocket League, CS:GO og Call of Duty, auk þess sem iðkendur eiga við ýmis konar heilaþrautir, skákþrautir og líkamlegar æfingar inni á milli.
Hverju námskeiði lýkur svo með félagslegum atburði þar sem hópurinn hittist og gerir sér glaðan dag.
Æfingarnar fara fram í húsnæði NÚ við Reykjavíkurveg 50.
Nýta má frístundastyrk sveitarfélagsins upp í námskeiðsgjaldið. Skráningar fara fram á haukar.felog.is
Nánari upplýsingar veitir Kristján Ómar í gegnum kristjan@framsynmenntun.is
ÆFINGATAFLA
- 8-12 ára aldur – Hópur 1
- Mánudagar 15:15-16:30
- Fimmtudagar 15:15-16:30
- 8-12 ára aldur – Hópur 2
- Mánudagar 16:30-17:45
- Fimmtudagar 16:30-17:45
- 12-18 ára aldur – Hópur 1
- Mánudagar 16:30-17:45
- Fimmtudagar 16:30-17:45