Fjölmargir Haukakrakkar í landsliðsverkefnum

Stelpurnar í U-17. Frá vinstri: Agnes, Elín, Emilía, Thelma, Hanna, Rakel og Silja.

Í mars fóru fram landsliðsæfingar karla og kvenna í handbolta og þar á meðal æfðu öll yngri landslið Íslands og áttu Haukar fjömarga fulltrúa í þeim hópum.

Í U-19 ára landsliði karla voru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson, Róbert Snær Örvarsson og Þorfinnur Máni Björnsson.

U-17 ára landsliði karla var skipt upp í 2 hópa. Strákar fæddir 2004 og 2005. Í 2004 hópnum voru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson og Össur Haraldsson. Einnig í þeim hópi var Haukastrákurinn Þráinn Leó Þórisson sem núna er búsettur í Svíþjóð.

2004 strákarnir frá vinstri: Þráinn, Atli, Andri og Össur.

2005 strákarnir frá vinstri: Birkir, Ásgeir, Hrafn, Daði, Hilmir og Gísli.

Í 2005 hópnum voru þeir Ásgeir Bragi Þórðarson, Birkir Snær Steinsson, Daði Bergmann Gunnarsson, Gísli Rúnar Jóhannsson, Hilmir Helgason og Hrafn Steinar Sigurðarson.

Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædd 2007 fór einnig fram og þar voru þeir Dagur Máni Daðason, Daníel Máni Sigurgeirsson, Egill Jónsson, Kristófer Breki Björgvinsson og Sigurður Bjarmi Árnason.

Hjá stelpunum áttu Haukar einnig fjölmarga fulltrúa en í U-17 ára landsliði kvenna voru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Hanna Jakobsdóttir Dalsgarð, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Silja Müller Arngrímsdóttir og Thelma Melsteð.

Í U-15 ára liði kvenna voru þær Ester Amíra Ægisdóttir, Sif Hallgrímsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir og í Hæfileikamótun kvenna voru þær Brynja Eik Steinsdóttir, Katrín Inga Andradóttir og Þórdís Thelma Sigtryggsdóttir.

Haukar óska öllum krökkunum til hamingju með valið en alls voru 33 krakkar frá Haukum á þessum landsliðsæfingum og því sannarlega hægt að segja að framtíðin sé björt á Ásvöllum. Áfram Haukar!