Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka var haldið með pomp og prakt á Ásvöllum í gær þar sem lokum á skemmtilegum en jafnframt einkennilegum handboltavetri var fagnað með leikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum liðanna okkar.
Eins og venjan er völdu þjálfara þá leikmenn sem þóttu skara fram úr í vetur. Hjá meistaraflokki kvenna var Elín Klara valin efnilegasti leikmaðurinn, Sara Odden mikilvægust og Annika Fríðheim besti leikmaðurinn. Hjá U liðinu hlaut Kristófer Máni viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar, Andri Scheving var valinn mikilvægastur og Guðmundur Bragi besti leikmaðurinn. Og hjá meistaraflokki karla var Orri Freyr valinn efnilegastur, Tjörvi besti leikmaðurinn og liðsheildin valin mikilvægust.
Að lokum voru þeir Orri Frey og Björgvin Páll kvaddir en þeir róa á önnur mið á næsta tímabili. Þá var Grétar Ari einnig kvaddur
en ekki náðist að kveðja hann almennilega á síðasta ári sökum samkomutakmarkana.
Handknattleiksdeild Hauka vill þakka öllum leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum, sjálfboðaliðum, Haukum í horni og stuðingsmönnum fyrir krefjandi en skemmtilegan vetur. ÁFRAM HAUKAR!