Markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving hefur verið lánaður til Aftureldingar þar sem hann mun leika á næsta timabili en Andri framlengdi samning sinn við Hauka fyrr á árinu. Andri Scheving sem er 21 árs hefur þrátt fyrir það verið annar af markvörðum meistaraflokks karla undanfarin 4 ár ásamt því að vera aðalmarkvörður U-liðs Hauka þar sem hann hefur meðal annars verið kosinn besti markvörður Grill 66 deildarinnar.
Andri sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands mun fá dýrmæta reynslu hjá Aftureldingu þar sem honum er ætlað stórt hlutverk en hjá Aftureldingu hittir hann Gunnar Magnússon fyrrverandi þjálfara Hauka.
Haukar óska Andra góðs gengis í Mosfellsbænum og hlakka til að sjá hann spreyta sig í nýju umhverfi.