32. Haukamótið fór fram á golfvellinum á Hvaleyrinni föstudaginn 17. september sl. Veður var þokkalegt lungan úr deginum þótt þungbúið hafi verið þegar fyrstu kylfingar voru ræstir út kl. 9 um morguninn.Völlurinn var í toppstandi. Ágætis þátttaka var á mótinu, hátt í 100 golfspilarar af báðum kynjum.
Úrslit á mótinu urðu þau að Snorri Páll Ólafsson hlaut Haukakönnuna. Snorri lék Hvaleyrarvöllinn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Ársæll Steinmóðsson kom sá og sigraði að þessu sinni. Ársæll gerði sér lítið fyrir og vann Rauða jakkann í punktakeppni á 39 punktum og einnig Gula boltann á 39 punktum í flokki 55 ára og eldri. Í öðru sæti í punktakeppninni var Ægir Sigurgeirsson einnig á 39 punktum og í 3ja sæti hafnaði Hafdís Hafberg á 38 punktum. Næstir holu urðu eftirtaldir spilarar: Á 4. holu Jón Gunnar Þórisson, á 6. holu Tryggvi Jónsson, á 10. holu Viðar Jónsson og á 15. holu Bryndís Garðarsdóttir.