Kristófer Dan Þórðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka.
Kristófer, sem er fæddur árið 2000, á að baki 56 leiki fyrir meistaraflokk karla og hefur hann skorað 18 mörk og gefið fjöldann af stoðsendingum.
Kristófer sleit krossband á síðasta tímabili en með dugnaði hefur endurhæfingin gengið vel.
Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningnum við Kristófer Dan og bindur miklar vonir við hann á komandi árum.

Kristófer Dan Þórðarson
Ljósm. Hulda Margrét