Hjá stóru og öflugu íþróttafélagi er jafnan í mörg horn að líta og í sumar hefur svo sannarlega verið í nógu að snúast.
Nýtt gervigras.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að leggja nýtt gervigras á keppnis- og æfingavöll félagsins. Það voru starfsmenn fyrirtækisins Metatron sem sáu um lagningu gervigrassins og nú er þeirri vinnu lokið. Leikmenn knattspyrnudeildar, smáir sem stórir, geta því hafið æfingar og keppnir að nýju á glæsilegum velli, lögðu gervigrasi að bestu gerð.
Búningsklefar í inngarði Íþróttamiðstöðvar.
Vegna mikillar fjölgunar í skólaíþróttum og sífellt vaxandi íþróttaiðkunar á Ásvöllum var orðin brýn þörf á fleiri búningsklefum. Því brugðum við á það ráð að fá tvær gámaeiningar sem nýttar verða sem búningsklefar. Gámaeiningarnar setjum við niður í inngarði Íþróttamiðstöðvar. Nú er unnið að uppsetningu gámaeininganna sem koma frá fyrirtækinu Stólpi-gámar. Með þessari lausn björgum við okkur tímabundið með búningsklefa, en huga þarf að frekari lausnum þegar fram líða stundir.
Áfram Haukar!