Nú líður senn að lokum leiktíðar hjá knattspyrnudeild og deildin heldur sitt lokahóf á Ásvöllum á morgun, laugardag 17. september. Við hefðum vissulega viljað að gengi meistaraflokka félagsins hefði verið betra í sumar en raun ber vitni um. Við getum hins vegar glaðst yfir öflugu starfi yngri flokka og þá mun öflug uppbygging á svæðum félagsins með glæsilegu knatthúsi sem tekið verður í notkun síðla árs 2024 bæta aðstöðu knattspyrnufólks til muna. Við getum líka glaðst þegar við sjáum unga fólkið okkar standa sig vel á stóra sviðinu. Hér fylgir skemmtileg mynd af Söru, Alexöndru og Þorsteini, landliðsþjálfara, sem vinur okkar Gunni Bald tók fyrir nokkru og sannar að með ástundun og dugnaði er hægt að ná langt. Við skulum gleðjast yfir góðum árangri þeirra sem og allra þeirra fjölmörgu sem æfa og keppa með Haukum í hinum ýmsu deildum félagsins.
Framtíðin er björt!
Áfram Haukar.