Góður árangur á Laola Cup í Þýskalandi

Strákarnir í 3. flokki komu heim frá Þýskalandi á laugardaginn úr mjög vel heppnaðri keppnisferð. Í ferðinni sem var til Hamborgar kepptu þeir á alþjóðlegu æfingamótinu “Laola Cup” sem fór fram á æfingasvæði Hamburger Sport-Verein (HSV) og mættu andstæðingum víða að úr heiminum meðal annars úrvalsliði frá Gambíu, liði frá Kanada, Egyptlandi og svo auðvitað frá Þýskalandi. Spilað var með árganga fyrirkomulagi, 2008 og svo 2007 og eldri. 2008 árgangnum gekk mis vel í sínum leikjum og kepptu meðal annars við hið feykisterka úrvalslið frá Gambíu, krefjandi og flott vekefni. 2007 árgangurinn fann virkilega vel sinn takt í mótinu og óx ásmegin með hverjum leik og unnu svo á endanum mótið í sínum aldursflokki. Hins vegar þegar öllu er á botninn hvolft var það samt fyrst og fremst allur hópurinn sem var sigurvegarinn í ferðinni enda ríkti einstök liðsheild og kærleikur innan hópsins sem bjó til góðar minningar, hlátur og bros á vör sem er jú stærsti sigurinn.
Flottir og efnilegir strákar hér á ferð – Áfram Haukar!