Þráinn og Ólafur framlengja

Þráinn Orri og Ólafur Ægir framlengdu samninga sína á dögunum við handknattleiksdeild Hauka. Ólafur Ægir kom til Hauka frá svissneska liðinu Lakers Stäfa 2019 og Þráinn Orri frá Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku 2020. Þráinn og Ólafur hafa verið mikilvægir stólpar liðsins seinustu ár og er áframhaldandi vera þeirra hjá félaginu fagnaðarefni.