Nú er allt að fara á fullt í vetrarstarfi Knattspyrnufélagsins Hauka. Æfingar hefjast hjá handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild mánudaginn 26. ágúst. Æfingar hefjast hjá karatedeildinni og skákdeildinni 2. og 3. september.
Hægt er að nálgast upplýsingar um æfingartöflu viðkomandi deilda með því að smella hér.
Skráning æfingargjalda fer fram í gegnum Sportabler og er það gert hér.
Ath. akstur hjá frístundabílnum hefst ekki fyrr en 2. september. Nánari upplýsingar í viðkomandi frístundamiðstöð.