Laugardaginn 31. ágúst verður flautað til leiks í getraunaleik Hauka. Skráning og 1. umferð hefst í getraunasalnum á 2. hæð á Ásvöllum. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik og njóta glæsilegra veitinga.
Leikið er frá kl. 10:30 til 12:00.
Vegleg verðlaun í boði.