Spennandi Evrópuleikir á Ásvöllum – Komum og hvetjum stelpurnar til sigurs!

English below 🙂

Næstu helgi spilar Meistaraflokkur kvenna tvo spennandi leiki í EHF Bikarnum á móti úkraínska félaginu HC Galychanka Lviv í 16 liða úrslitum. Þetta verður þriðji mótherji stúlknanna í keppninni, en nú fáum við loksins að sjá þær spila á heimavelli hér á Íslandi. Fyrrileikurinn fer fram á laugardaginn 11. janúar klukkan 17:00 og seinni leikurinn á sunnudaginn 12. janúar á sama tíma. Báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum og við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs!

Verð á leikina er 2000kr en hægt verður að kaupa miða á báða leikina fyrir 3000kr í miðasölu á Ásvöllum.
Við minnum Hauka í horni á að sækja frímiða í stubb eins og venjulega.

Next weekend, the Haukar women’s team will play two thrilling matches in the EHF Cup against the Ukrainian team HC Galychanka Lviv in the Round of 16. This will be the girls’ third opponent in the competition, and we finally get to see them play on home soil here in Iceland. The first match will take place on Saturday, January 11, at 5:00 PM, and the second match on Sunday, January 12, at the same time. Both games will be held at Ásvellir, and we encourage everyone to come and cheer the team to victory!

Tickets for the matches are priced at 2000 ISK per game, but a two-game pass can be purchased for 3000 ISK at the Ásvellir ticket booth.
We also remind Haukar í Horni to claim their free tickets via the Stubb app as usual.