Gleðilega páska.

Páskahátíðin er gengin í garð og við fögnum því að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum. Um páska gefst okkur einnig tækifæri til að njóta margvíslegra viðburða. Úrslitaviðureignir í körfubolta og handbolta standa nú yfir, uppskeruhátíð íþróttamanna og íþróttaunnenda, þar sem allt er lagt í sölurnar til að ná góðum úrslitum. Hlaupahópur fagnar hækkandi sól, iðkendur í karate og skák fagna árangri vetrarins og eldri borgararnir okkar geta nú gengið öruggum skrefum inni sem úti á íþróttasvæði félagsins. Íþróttamiðstöðin að Ásvöllum iðar sem fyrr af lífi frá morgni til kvölds, nýtt knatthús er risið og iðnaðarmenn vinna hörðum höndum að byggingu íbúða á svæðinu. Haukar geta svo sannarlega verið stoltir af félaginu sínu og það er allt í lagi að vera svolítið montinn yfir hversu vel allt hefur gengið okkur í hag á umliðnum árum. Framtíðin er sannarlega björt.

Kæru vinir, gleðilega páskahátíð,
Magnús Gunnarsson,
formaður Knattspyrnufélagsins Hauka