Enn eitt tapið

Strákarnir töpuðu í hörkuleik gegn Fylki í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu mun betur, komust þremur mörkum yfir en þá kom slæmur kafli og Fylkir jafnaði. Haukastrákarnir gáfu svo í aftur og náðu forystu aftur, en Fylkismenn jöfnuðu. Svona gekk leikurinn þar til Fylkismenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 13-12 Fylki í vil.

Í byrjun síðari hálfleiks og fram yfir miðjan hálfleikinn voru Fylkismenn ávalt skrefinu á undan, en okkar menn náðu yfirleitt að jafna inn á milli. Haukastrákarnir náðu að jafna 20-20. Þá kom skítinn kafli hjá dómurum leiksins, Ingvari og Jónasi. Það byrjaði allt á því að dæmd voru skref á Guðmund Pedersen í sókn Haukamann en hann var kýldur niður eftir að dæmt var. Í stað þess að stöðva leikinn og reka Fylkismanninn í sturtu (þar sem brotið var virkilega gróft) hleyptu þeir Fylkismönnum í hraðarupphlaup, Magnús Sigmundsson kom hlaupandi út úr markinu og hann og fremsti Fylkismaðurinn hlaupa saman í baráttunni um boltann. Af einhverjum ástæðum taka lélegir dómararnir upp á því að reka Magnús útaf. Á þeim kafla sem Magnús var útaf náðu Fylkismenn þriggja marka forskoti, 23-20.

Fylkismenn voru svo yfir 24-23 þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum. Fylkismenn höfðu boltann og fara í gegn og ná fullkomnu skoti og Magnús ver. Af einhverjum ástæðum dæmir innri dómarinn (sem var í mun verri aðstöðu en ytri dómarinn) fríkast þegar ytri dómarinn er að hlaupa til baka. Fylkismenn ná að skora í þessari sókn og tryggja sér sigurinn.

Lokatölur 26-24 Fylki í vil.

Fylkismenn náðu með þessu að komast að hlið okkar í deildinni. Bæði liðin eru með 12 stig en við erum ofar á betri innbyrðis markatölu. ÍR koma svo næstir á eftir með 10 stig. Þrjár umferðir eru eftir, strákarnir okkar eiga Stjörnuna heima, HK úti og Val heim, Fylkir á Akureyri úti, Fram úti og Stjörnuna heima og ÍR á HK heima, Val úti og Fram heima. Það verða því spennandi þrjár umferðir sem eftir eru í botnbaráttunni.

Nú er að mæta á leiki og hvetja strákana til sigurs í leikjunum. Áhorfendur voru frábærir á pöllunum í dag og er þetta eitthvað sem við Haukamenn eigum að gera í hverjum leik.

ÁFRAM HAUKAR!!