Á afmælisfundi Hauka í gærkvöldi var skrifaðu forystumenn handknattleiksdeildar undir þrjá samninga.
Fyrsti samningurinn var undirritaður við BYR sparisjóð en BYR er aðalstyrkaraðili deildarinnar.
Næsti samningur sem undirritaður var var fjögurra ára samningur við Díönu Guðjónsdóttir um þjálfun kvennaflokka deildarinnar. Díana mun á næsta ári sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna ásamt Einari Jónssyni auk þess að sjá um þjálfun elstu yngri flokkanna. Díana mun svo alfarið taka við meistaraflokksliðinu að ári liðnu. Við bjóðum Díönu að sjálfsögðu hjartanlega velkomna í Haukafjölskylduna!!
Þriðji og síðasti en alls ekki sá sísti samningu kvöldsins var samningur við stórskyttuna Ramune Pekarskyte. Samningurinn er til þriggja ára og mun Ramune því spila hjá okkur áfram.
Sem sagt þrír frábærir samningur á góðum afmælisdegi.