Leikur í Mosfellsveit í kvöld!

Í kvöld munu okkar menn sækja Mosfellinga í íþróttahúsinu við Varmá. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 20.00 og því mæli ég eindregið að fólk leggji tímanlega á stað.

Fyrir leikinn eru Haukar með 7 stig eftir 5 leiki, en eins og flest allir vita töpuðum við okkar fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð gegn Stjörnunni.

UMFA eru aftur á móti með 4 stig einnig eftir 5 leiki. Í síðustu umferð léku þeir gegn Fram í Safamýrinni og töpuðu þeim leik með sjö mörkum.

Við hvetjum alla Hafnfirðinga að fjölmenna í Mosfellsveitina og hvetja strákana okkar til sigurs.

Áfram Haukar!


– Arnar Daði Arnarsson skrifar