Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari karla, hefur ákveðið að kalla enn einn Haukamanninn inn í landsliðið. Beggi, Sigurbergur Sveinsson, hefur verið kallaður inn í hópinn fyrir landsleikina gegn Ungverjum um helgina. Það eru því fimm Haukamenn í landsliðinu en eins og áður hefur komið fram eru Andri Stefan, Ásgeir Örn, Vignir Svavars og Birkir Ívar allir í hópnum fyrir leikina.