Stelpurnar töpuðu gegn Gróttu

Í dag tóku stelpurnar okkar á móti Gróttu á Ásvöllum. Eitthvað hafa stelpurnar okkar ekki verið tilbúnar í verkefnið og töpuðu 32-34.

Mikil barátta var í leiknum allan tímann og var munurinn aldrei mikill. Staðan í hálfleik var 15-18 Gróttu í vil en allan hálfleikinn hafði Grótta leitt með 1-2 mörkum.

Markahæst í liði okkar var Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 12 mörk. Inga Fríða, Erna Þráins og Nína skoruðu 4, Sandra, Harpa og Ramune skoruðu svo tvö mörk.

Markahæst hjá Gróttu var Pavla Plamenkova með 10 mörk.

Næsti leikur stelpnanna er á miðvikudaginn þegar þær fara í heimsókn í Vodafone-höllina. Leikurinn þar hefst klukkan 18:00. Fjölmennum þangað og mætum svo á leik strákanna á Ásvöllum gegn HK klukkan 20:00.